A landslið karla tapaði í kvöld fyrir Makedóníu 30-25 í þriðja leik liðsins í undankeppni EM. Staðan í hálfleik var 15-13 Makedóníu í vil.

Makedónía var sterkari aðilinn lengst um í leiknum en með góðri byrjun í seinni hálfleik komst Ísland yfir 17-16. Þá tók við slæmur kafli og náði Makedónía aftur forystu. Staðan var svo 26-25 þegar um sjö mínútur voru eftir en Makedónía reynist sterkari aðilinn á lokamínútunum og landaði sigri.

Liðin mætast aftur í Laugardalshöll á sunnudaginn kl.19.45 og er miðasala í fullum gangi á Tix.is.