Ísland og Noregur mættust í vináttulandsleik í Þrándheimum í dag. Þetta var annar leikur liðanna á þremur dögum en Norðmenn unnu sannfærandi sigur 29-25 á sunnudaginn.

Leikurinn var jafn framan af en eftir um 15 mínútna leik fóru Norðmenn að ná undirtökunum og höfðu 2-4 marka forskot það sem eftir lifði fyrr hálfleiks. Staðan í hálfeik var 15-13, Ásgeir Örn og Stefán Rafn markahæstir með 3 mörk hvor.

Seinni hálfleik byrjaðir illa og eftir 43 mínútur tók Geir Sveinsson leikhlé í stöðunni 27-19. Þá las Geir duglega yfir strákunum sem virtist gefa ágæta raun því þegar 4mín voru til leiksloka var munurinn kominn niður í 4 mörk. En Norðmenn gáfu aftur í á lokamínútunum og unnu öruggan sigur, 34-27.

Markaskorar íslenska liðsins:

Ásgeir Örn Hallgrímsson 5, Arnór Þór Gunnarsson 5, Stefán Rafn Sigurmannsson 3, Róbert Gunnarsson 3, Rúnar Kárason 3, Ólafur Guðmundsson 2, Bjarki Már Elísson 2, Guðmundur Ólafsson 2, Arnór Atlason 1, Bjarki Már Gunnarsson 1.