Strákarnir Okkar eru úr leik á EM í Króatíu þar sem Svíar, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, gerðu sér lítið fyrir og unnu frábæran sigur á heimamönnum 31-35. 

Þar með er ljóst að íslenska liðið heldur heim. Grátlegur endir á stórmóti sem lofaði svo góðu eftir frábæran sigur gegn Svíum og oft á tíðum flotta spilamennsku gegn Króatíu og Serbíu.

Strákarnir Okkar þakka fyrir stuðninginn, hann var frábær eins og alltaf.

Framtíðin er björt. Áfram Ísland.