A-landslið karla heldur til Kaupmannahafnar í dag og þaðan til Frakklands á morgun, þriðjudag.

Í samráði við læknateymi landsliðsins hefur verið tekin ákvörðun um að Vignir Svavarsson ferðist ekki með liðinu heldur haldi til síns heima þar sem hann hefur átt við veikindi að stríða.

Ákvörðun um þátttöku Vignis á HM í Frakklandi verður tekin á næstu dögum.

Þá hefur einnig verið tekin ákvörðun um að fækka í hópnum og mun Tandri Már Konráðsson falla út að þessu sinni.