A landslið karla | Stórsigur í Eistlandi

Strákarnir okkar mættu fyrr í dag Eistum í öðrum leik sínum í forkeppni fyrir EM 2024, leikurinn fór fram í Tallin í Eistlandi. Eftir góðan sigur gegn Ísrael síðastliðinn miðvikudag kom ekkert annað en sigur til greina í dag.

Íslenska liðið fór hægt af stað og eftir 10 mínútur var staðan 6-6 en þá snarbatnaði leikur liðsins, smám saman jókst munurinn og strákarnir okkar náðu góðum tökum á leiknum. Þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan 20-13 okkar mönnum í hag.

Síðari hálfleikur var í raun framhald af þeim fyrri og enn dró í sundur með liðunum. Allir íslensku leikmennirnir fengu tækifæri í leiknum og liðið skilaði að lokum afar sannfærandi 12 marka sigri, 37-25.

Markaskorarar Íslands:

Bjarki Már Elísson 11, Sigvaldi Björn Guðjónsson 6, Viggó Kristjánsson 4, Elvar Örn Jónsson 3, Kristján Örn Kristjánsson 3, Teitur Örn Einarsson 3, Elliði Snær Viðarsson 2, Gísli Þorgeir Kristjánsson 2, Hákon Daði Styrmisson 1, Björgvin Páll Gústavsson 1 og Arnar Freyr Arnarsson 1.

Björgvin Páll Gústavsson varði 9 skot og Ágúst Elí Björgvinsson varði 2 skot.