Geir Sveinsson hefur kallað Stephen Nielsen inn í leikmannahóp íslenska landsliðsins fyrir leikina gegn Makedóníu. Stephen kemur til móts við liðið í Þýskalandi í dag og æfir með liðinu seinnipartinn.

Aron Rafn Eðvarðsson hefur átt við meiðsli að stríða og er óljóst með þátttöku hans í leikjunum gegn Makedóníu.

Íslenska liðið spilar gegn Makedóníu í Skopje á fimmtudaginn og aftur á sunnudag í Laugardalshöll.