A landslið karla | Sigur gegn Portúgal!!

Strákarnir okkar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Portúgal 30-26 í fyrsta leik liðsins á HM!

Rosaleg stemning var í höllinni en yfir þúsund Íslendingar studdu strákana okkar í höllinni 👏

Næsti leikur liðsins er á laugardaginn klukkan 19:30 gegn Ungverjalandi.

Leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á RÚV!

Áfram Ísland 🇮🇸👏