A landslið karla | Sannfærandi sigur gegn Ísrael

Strákarnir okkar léku sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2024 fyrr í kvöld þegar Ísraelsmenn komu í heimsókn að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Jafnt var á með liðunum fyrstu mínúturnar en fljótlega náði íslenska liðið undirtökum og eftir það var ekki snúið. Smám saman jókst munurinn og þegar flautað var til hálfleik var 6 marka munur á liðunum, 16-10.

Strákarnir okkar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og náðu fljótlega 10 marka forystu. Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig og var gaman að sjá til liðsins leika listir sínar á báðum endum vallarins í síðari hálfleik. Þegar yfir lauk hafði íslenska liðið 15 marka sigur, 36-21.

Markaskorarar Íslands:
Kristján Örn Kristjánsson 7, Gísli Þorgeir Kristjánsson 6, Elvar Örn Jónsson 5, Sigvaldi Björn Guðjónsson 4, Bjarki Már Elísson 3, Viggó Kristjánsson 2, Elvar Ásgeirsson 2, Elliði Snær Viðarsson 2, Janus Daði Smárason 1, Ágúst Elí Björgvinsson 1, Teitur Örn Einarsson 1, Hákon Daði Styrmisson 1 og Ýmir Örn Gíslason 1.

Björgvin Páll Gústavsson varði 11 skot og Ágúst Elí Björgvinsson varði 5 skot.

Næsti leikur liðsins er gegnum Eistlandi ytra á laugardaginn en leikurinn hefst kl. 16.10 og er í beinni útsendingu á RÚV.