A landslið karla | Sæti á HM 2023 tryggt

Strákarnir okkar mættu Austurríki að Ásvöllum í Hafnarfirði í síðari leik liðanna í umspili um laust sæti HM 2023.

Jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en þá hrökk íslenska vörnin í gang og þá fylgdu hraðaupphlaupin í kjölfarið. Hálfleikstölur, 19-15 fyrir Ísland.

Í síðari hálfleik var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Allir leikmenn íslenska liðsins komu við sögu í góðum 8 marka sigri, 34-26.

Markaskorarar Íslands:
Bjarki Már Elísson 8, Aron Pálmarsson 7, Óðinn Þór Ríkharðsson 4, Ómar Ingi Magnússon 4, Arnar Freyr Arnarsson 2, Viggó Kristjánsson 2, Elliði Snær Viðarsson 2, Elvar Ásgeirsson 2, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1, Ýmir Örn Gíslason 1 og Teitur Örn Einarsson 1.

Björgvin Páll Gústavsson varði 12 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 5 skot.

Með þessum sigri tryggði strákarnir sæti á HM 2023 sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi.