Guðjón Valur Sigurðsson er ekki aðeins markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi á Evrópumótum í handknattleik heldur er hann markahæsti leikmaður Evrópumótanna frá upphafi.

Guðjón Valur tekur nú þátt í sínu ellefta Evrópumóti, hefur leikið á öllum sem íslenska landsliðið hefur öðlast keppnisrétt á. Alls hefur hann skorað 274 mörk í 56 leikjum. Næstur honum er Frakkinn Nikola Karabatic með 263 mörk í 62 EM-leikjum en Karabatic er leikjahæ
sti maður í sögu EM. Þriðji markahæsti maður EM er Daninn Mikkel Hansen með 206 og Svínn Stefan Löwgren kemur þar á eftir með 203 mörk. Ólafur Stefánsson er í fimmta sæti með 184 mörk.

Ólafur er einmitt eini íslenski handknattleiksmaðurinn sem hefur orðið markakóngur EM. Hann skoraði 58 mörk á EM 2002 í Svíþjóð, einu fleira en Löwgren.