Ísland sigraði Þýskaland 27-24 í síðari vináttulandsleik þjóðanna en leikið var í Þýskalandi í dag.

Sigur Íslands var aldrei í hættu en strákarnir okkar léku mjög vel í leiknum og var staðan í hálfleik 15-12 Íslandi í vil.

Ísland náði mest 6 marka forystu í síðari hálfleik en Þjóðverjar minnkuðu muninn í lokin.

Aron Pálmarsson var markahæstur hjá Íslandi með 8 mörk og þeir Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu 3 hvor.

Næsti leikur Ísland verður nk. föstudag þegar liðið hefur leik á EM í Póllandi þegar Norðmenn verða andstæðingarnir.