Guðmundur Guðmundsson hefur kallað Orra Frey Þorkelsson (Haukar) inn í landsliðshópinn í stað Bjarka Má Elíssonar (Lemgo), sem er forfallaður, fyrir leik strákanna okkar gegn Litáen.

Leikurinn gegn Litáen fer fram miðvikudaginn 4. nóvember í Laugardalshöll, áhorfendur verða ekki leyfðir en RÚV verður með beina útsendingu frá leiknum.