A landslið karla | Örfáir miðar eftir á Ísland – Austurríki

Strákarnir okkar mæta Austurríki í umspil um laust sæti á HM í handknattleik laugardaginn 16. apríl klukkan 16:00 á Ásvöllum. Miðasalan hefur gengið frábærlega og eru örfáir miðar eftir á leikinn.

Hægt er að kaupa miða hér: https://tix.is/is/event/12972/island-austurriki/

Fyrri leikur liðanna verður spilaður í Bregenz í Austurríki miðvikudaginn 13. apríl nk. leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Fyllum Ásvelli og styðjum strákana okkar inn á næsta stórmót! Leikurinn er fyrsti landsleikur karlalandsliðsins án samkomutakmarkanna síðan 2019.

Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.