Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að gera breytingu á landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Hvít Rússum.

Ólafur Andrés Guðmundsson kemur inn í hópinn í stað Kára Kristjáns Kristjánssonar.

Kári mun verða áfram með liðinu í Póllandi og getur Aron kallað hann aftur inní hópinn síðar í mótinu.