A landslið karla | Nýtt smit hjá Íslandi

Í hraðprófi sem tekið var eftir hádegi í dag greindist Gísli Þorgeir Kristjánsson með jákvætt próf sem hefur nú verið staðfest með PCR prófi.

14 leikmenn verða því í leikmannahópi Íslands í kvöld þar sem 6 leikmenn hafa núna greinst með Covid. Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur ákveðið að kalla Magnús Óla Magnússon og Vigni Stefánsson leikmenn Vals til móts við íslenska liðið og koma þeir til Búdapest morgun.