A landslið karla | Nýtt smit hjá Íslandi

Í hraðprófi sem tekið var í hádeginu í dag greindust þeir Arnar Freyr Arnarsson og Janus Daði Smárason með jákvæð próf og er beðið eftir niðurstöðu PCR prófs.

PCR próf liðsins í gærkvöldi voru öll neikvæð er frá eru taldir þeir 7 sem voru í einangrun.

Átta leikmenn og einn starfsmaður liðsins hafa þá greinst síðustu daga og eru í einangrun.