A landslið karla | Nýir leikmenn til móts við liðið

Guðmundur Guðmundsson hefur ákveðið að kalla þá Dag Gautason leikmann Stjörnunnar og Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmann FK Skövde HK til móts við landsliðið. Dagur og Bjarni koma til Búdapest í kvöld og í fyrramálið.

Einnig barst landsliðinu liðsauki í gær þegar Rúnar Pálmarson, sjúkraþjálfari kom til Búdapest til að aðstoða við ummönnun á strákunum okkar.