A landslið karla | Miðasala á Ísland – Ísrael

Strákarnir okkar leika sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2024 gegn Ísrael miðvikudaginn 12. október kl. 19:45 að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Miðasala á leikinn gegn Ísrael hefst á morgun (fös. 30.sept.) kl. 12:00 á www.tix.is. Uppselt var á síðasta heimaleik liðsins, því er betra að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða sem fyrst.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.