A landslið karla | Miðasala á HM 2023

Skrifstofa HSÍ hefur miðasölu fyrir Heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi 2023 í netverslun HSÍ í dag kl. 14.00.

Slóðin í netverslun HSÍ er https://www.hsi.is/shop/

HSÍ hefur tryggt sér dagpassa á leiki Íslands í riðlakeppninni en Ísland leikur í Kristianstad í Svíþjóð frá 12. – 16. janúar. HSÍ hefur einnig tryggt sér dagpassa í milliriðil mótsins sem spilaður verður í Gautaborg 18. – 22. janúar.

Miðarnir sem HSÍ hefur fengið úthlutaða í riðlakeppnina eru í hólfum K2, K4, J1 – J4 og H1 (samliggjandi hólf) og er verðið kr.15.000 fyrir dagpassa á leikdögum Íslands.

Miðar í milliriðla eru í hólfum G og H (samliggjandi hólf) og er verðið kr.18.000 fyrir dagpassa á leikdögum Íslands.

Mótshaldarar eru ekki með sérstakt miðaverð fyrir börn eða eldriborgara.

Allar nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu HSÍ.

Leikir liðsins í riðlakeppninni í Kristianstad:

12. jan Ísland – Portúgal

14. jan Ísland – Ungverjaland

16. jan Ísland – Suður Kórea