Skrifstofa HSÍ mun hafa milligöngu með miðasölu á HM 2019 sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku.

HSÍ hefur tryggt sér dagpassa á leiki Íslands í riðlakeppninni og er hægt að velja á milli tveggja tegunda:

Category best (99 evrur, u.þ.b. 12.500kr á dag)

Category 1 (79 evrur, u.þ.b. 10.000kr á dag)

Þrír leikir fara fram hvern dag og verður því um mikla handboltaveislu að ræða.

Miðapantanir fara fram í gegnum töluvpóst (robert@hsi.is) og eru áhugasamir beðnir um að senda inn nafn, kennitölu, síma og netfang ásamt fjölda miða á hvern leik Íslands.

Allar nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu HSÍ.

Leikur Ísland á HM 2019:

11. janúar Ísland – Króatía

13. janúar Spánn – Ísland

14. janúar Ísland – Barein

16. janúar Japan – Ísland

17. janúar Makedónía – Ísland