Sæl,

Vegna fjölda fyrirspurna varðandi milliriðla þá vill HSÍ upplýsa að við höfum tryggt okkur aðgang að takmörkuðum fjölda miða á riðilinn. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband með tölvupósti á midar@hsi.is fyrir kl. 16 á morgun 15. janúar þar sem fram koma óskir um fjölda miða og á hvaða leiki. Fyrstur kemur fyrstur fær, gildir í útdeilingu miða.

Þessu til viðbótar hefur HSÍ í samvinnu við Icelandair sett upp hópferð á leikina og er hægt að velja um 2 valmöguleika.

Hægt er að sjá þá hér. 

Leikið er í Malmö og eru leikdagarnir 17., 19., 21., og 22. janúar. Tímasetningar leikja skýrast eftir leiki okkar annað kvöld.

Bestu kveðjur