A landslið karla | Miðar á HM 2023

Nú styttist í handboltaveisluna í janúar þar sem strákarnir okkar leika á HM 2023 og ljóst er að áhuginn er mikill á miðum á leiki Íslands. Þeir sem höfðu keypt miða fyrir 1. desember sl. fá tölvpóst í lok vikunnar með upplýsingum um afhendingu sem hefst í byrjun næstu viku.

Búið er að setja síðustu miða HSÍ í netverslun en sölu á miðum Íslands fyrir HM líkur nk. föstudag. Eftir það fara þeir miðar sem verða eftir í sölu hjá mótshöldurum.

Icelandair bætti við þriðju vélinni í gær með pakkaferð til Gautaborgar og upplýsingar um þá ferð má sjá hér https://www.icelandair.com/is/pakkaferdir/hm-2023-milliridill-aukaferd-tvo/