A landslið karla | Ljóst hverjum Ísland mætir í undankeppni EM 2024

Dregið var í dag í undankeppni EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi en drátturinn fór fram í Berlín. Dregið var í átta fjögurra liða riðla og var Ísland í fyrsta styrkleikaflokki eftir frábæran árangur strákanna okkar á EM 2022.

Mótherjar Íslands í undankeppninni eru Tékkland úr öðrum styrkleikaflokki, Ísrael úr þriðja styrkleikaflokki og Eistland úr fjórða styrkleikaflokki.. Undankeppni EM 2024 hefst í október 2022 og líkur henni 30. apríl 2023. og eru leikdagarnir eftirfarandi:

1. umferð: Ísland – Ísrael 12./13. október 2022.
2. umferð: Eistland – Ísland 15./16. október 2022.
3. umferð: Tékkland – Ísland 8./9. mars 2023.
4. umferð: Ísland – Tékkland 11./12. mars 2023.
5. umferð: Ísrael – Ísland 26./27. apríl 2023.
6. umferð: Ísland – Eistland 30. apríl 2023.