Seinustu leikir íslenska A landsliðiðs hér heima fyrir EM í Póllandi fara fram í dag og á morgun.

Undirbúningur liðsins undanfarna daga hefur gengið vel og í kvöld kl. 19.30 mæta strákarnir Portúgal í Kaplakrika. Þar verður mikið um dýrðir þegar þeir Aron Pálmarsson (sem leikur í kvöld sinn 100. leik) og Ólafur Guðmundsson snúa aftur á sinn gamla heimavöll. 

Það verða þeir Bjarki Már Elísson, Guðmundur Árni Ólafsson og Hreiðar Leví Guðmundsson sem hvíla í kvöld. 

Auk þess verður kl.17.00 forleikur þar sem Ísland B og Ísland u-20 mætast.