Það verður mikið um dýrðir og allt undir í Spotek höllinni í Katowice í dag þegar Íslendingar mæta Norðmönnum í fyrsta leik riðlakeppni EM 2016.

Íslenska liðið leikur í riðli með Norðmönnum, Króötum og Hvítrússum, virkilega erfiður riðill og ljóst að það verða engir auðveldir leikir í þessu móti.

Leikurinn í kvöld hefst kl.17.15 en bein útsending hjá RÚV hefst kl.17.00.