EHF gaf í dag út nýja dagsetningu fyri leik Íslands og Ísrael sem upphaflega átti að fara fram sunnudaginn 8. nóvember.

Leikurinn mun fara fram helgina 13. – 14. mars í Reykjavík.

Það er gleðiefni að fá landsleik með vorinu, með hækkandi sól verður vonandi hægt að hafa áhorfendur á kappleikjum og styðja strákana okkar til frekari dáða.