A landslið karla | Landsliðið komið til Tallinn

Strákarnir okkar héldu af landi brott í morgun þegar hópurinn flaug með Icelandair til Helsinki og þaðan flaug liðið áfram til Tallinn. Landsliðið var komið inn á hótel rétt eftir 18:00 að staðartíma og eru aðstæður góðar og vel tekið á móti hópnum af heimamönnum. Það sem eftir lifir dags mun liðið nýta í endurheimt og hvíld. Á morgun æfir landsliðið í keppnishöllinni ásamt því að funda og undirbúa sig fyrir leikinn gegn Eistlandi. Leikurinn hefst kl.16:10 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.