Vegna gríðarlegs áhuga á miðamálum og upplýsingum tengdum HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku, þar sem strákarnir okkar 
spila í B riðli í Munchen, viljum við benda á að HSÍ er að bíða eftir frekari upplýsingum um miðasölu, sætaskipan, leikjaniðurröðun, leiktíma o.fl. Um leið og hægt er að veita upplýsingar mun HSÍ setja þær inn á Facebook síðurnar sínar sem og heimasíðuna 
www.hsi.is.
 


Við þökkum kærlega fyrir þolinmæðina og tökum glöð á móti öllum fyrirspurnum á hsi@hsi.is.


Við bendum einnig á að þær upplýsingar sem nú liggja fyrir má finna á heimasíðu mótsins 
www.handball19.com

ÁFRAM ÍSLAND!