Það voru Svíar sem unnu þriggja marka sigur í dag en strákarnir okkar léku vel á löngum köflum og þá var sérstaklega gaman að sjá ungu strákana í stærra hlutverki en áður.

Fyrstu 20 mínútur leiksins vorum íslenska liðinu erfiðar í dag, sænska vörnin var sterk og markverðirnir í banastuði. Í stöðunni 4-11 tók Geir Sveinsson leikhlé, breytti í 5-1 vörn og setti sjöunda manninn í sóknarleikinn. Við það fór strákunum okkar að ganga betur og minnkuðu þeir muninn í 4 mörk áður en gengið var til búningsherbergja, 9-13.

Bæði lið spiluðu skemmtilegan handbolta í síðari hálfleik, íslenska liðinu náði mest að minnka muninn í tvö mörk en allt kom fyrir ekki. Svíar spiluðu gríðarlega sterkan varnarleik og höfðu að lokum sigur 24-27.

Markaskorarar Íslands:

Guðjón Valur Sigurðsson 6, Rúnar Kárason 5, Janus Daði Smárason 3, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Ómar Ingi Magnússon 3, Arnór Þór Gunnarsson 3, Arnar Freyr Arnarsson 1.

Ágúst Elí Björgvinsson varði 8 skot í leiknum og Björgvin Páll Gústavsson varði 6 skot.



Þriggja marka tap geng Svíum í dag eftir mikinn baráttuleik. #strakarnirokkar #handbolti

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on