Í dag voru mótherjar Íslands lið Frakklands en Frakkar eru núverandi heimsmeistarar.

Ísland stillti upp breyttu liði en Aron Pálmarsson og Arnór Gunnarsson meiddust í gær í leiknum við Þýskaland. Haukur Þrastarsson kom inn í hópinn fyrir Aron og Óðinn Ríkharðsson kom inn fyrir Arnór Gunnarsson. Haukur var með þessu yngsti leikmaðurinn á HM í handbolta 2019 en hann er einungis 17 ára.

Illa gekk fyrstu 12 mínúturnar fyrir strákana okkar að skora mark hjá Frakklandi fyrr en Ísland náði að minnka muninn í 6 – 1. Hið unga lið Íslands náði smátt og smátt að vinna sig inn í leikinn og en staðan í hálfleik var 15 – 11.

Í byrjun seinni hálfleiks byrjaði Ísland vel og skoruðu strákarnir okkar tvö mörk og staðan orðin 15 – 13. Þá skelltu Frakkar í lás í vörn og sókn þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 20 – 14. Leikurinn endaði 31 – 22 og fengu okkar unga lið mikið hrós framlag þeirra í leiknum í dag. Það er ljóst að framtíðin er björt hjá strákunum okkar. Nú tekur við tveggja daga pása áður en við mætum Brasilíu á miðvikudaginn.