Strákarnir okkar mæta Frökkum í seinasta leik liðsins á Golden League kl. 13.30 í dag. Íslenska liðið hefur átt flotta spretti á köflum og margt jákvætt hjá ungu liði sem sannarlega á framtíðina fyrir sér. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig strákarnir okkar mæta til leiks á móti sjálfum heimsmeisturunum.

Ísland – Frakkland kl. 13.30,
í beinni á Sport TV.

ÁFRAM ÍSLAND!