Nú er orðið ljóst að Rúnar Kárason getur ekki tekið þátt í Golden League í Noregi.

Rúnar hefur átt við meiðsli að stríða í kálfa og er það mat sjúkrateymis íslenska liðsins að hann verði ekki leikfær í mótinu. Rúnar yfirgaf íslenska liðið í morgun og hélt heim á leið.

Við minnum á leik Íslands og Danmerkur á morgun kl. 13.30, bein útsending verður frá leiknum á SportTV.