Íslenska landsliðið heldur til Þýskalands í fyrramálið þar sem liðið mun æfa og leika tvo vináttulandsleiki gegn heimamönnum.

Rúnar Kárason er veikur og mun ekki ferðast með liðinu til Þýskalands en reiknað er með því að hann komi til móts við liðið á næstu dögum.

Óðinn Þór Ríkharðsson hefur verið kallaður inn í hópinn og æfir með liðinu í Þýskalandi.

Leikir íslenska liðsins í Þýskalandi:

Fös. 5. janúar
kl. 17.10
Porsche Arena, Stuttgart

Sun. 7. janúar
kl. 13.00
Ratiopharm Arena, Neu-Ulm

Liðið heldur til Króatíu miðvikudaginn 10. janúar.