Í Þrándheimi var dregið í undankeppni EM 2020 í kvöld og lentu strákarnir okkar í 3. riðli keppninar ásamt Makedóníu, Tyrklandi og Grikklandi. 

Það er því ljóst að íslenska liðið á góða möguleika að tryggja sig inn í lokakeppnina sem fer fram í Noregi, Svíþjóð og Austurríki dagana 10. til 26. Janúar 2020.


Allt um keppnina á heimasíðu EHF.Umferðir:

Umferðir 1 og 2 verða leiknar 24. til 28. október.

Umferðir 3 og 4 verða leiknar 10. til 14. apríl.

Umferðir 5 og 6 verða leiknar 12. til 16. Júní.

ÁFRAM ÍSLAND!