Fyrr í dag var dregið í riðla fyrir HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku dagana 10. til 27. janúar.


Strákarnir okkar voru í fjórða styrkleikaflokki og drógust í B riðil ásamt Japan, Barein, Makedóníu, Króatíu og Spáni. Leikið verður í Munchen.

Það er því ljóst að það verða þrír íslenskir þjálfarar sem munu mætast í Munchen í riðli B. Guðmundur Þ. Guðmundsson mun því mæta Degi Sigurðssyni, þjálfara Japan og Aroni Kristjánssyni sem þjálfar fyrrum lærisveina Guðmundar í Barein.

A riðill verður leikinn í Berlín: Frakkland, Rússland, Þýskaland, Serbía, Brasilía, Kórea.

B-riðill verður leikinn í Munchen: Spánn, Króatía, Makedónía, Ísland, Barein, Japan.

C-riðill verður leikinn í Herning: Danmörk, Noregur, Austurríki, Túnis, Síle, Saudi Arabía.

D riðill verður leikinn í Kaupmannahöfn: Svíþjóð, Ungverjaland, Katar, Argentína, Egyptaland, Angóla.

 

Það verður gríðarlega spennandi að taka þátt í þessu verkefni sem verður án efa eitt allra stærsta mót sem haldið hefur verið hingað til.

Ísland drógst í B riðil :