Miðvikudaginn 13. júní kl. 20.00 í Laugardalshöll mun Íslenska landsliðið mæta Litháen í seinni leik liðanna um laust sæti á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku í janúar. Það verður því allt undir í einum mikilvægasta landsleik seinni ára þar sem sigurvegarinn vinnur sér inn farmiða á stærsta handboltamót sögunnar. Tryggjum okkur miða, mætum snemma, fyllum Hölilina og styðjum strákana okkar alla leið inn á HM! 

MIÐASALA Á TIX.IS.

LITHÁEN – ÍSLAND föstudaginn 8. júní kl. 16.00 í Vilnius,
í beinni á RÚV.

ÍSLAND – LITHÁEN miðvikudaginn 13. júní kl. 20.00 í Laugardalshöll.
MIÐASALA Á TIX.IS