Strákarnir okkar hefja leik gegn Króötum á HM 2019 en síðasti leikur liðsins í B-riðli, sem leikinn er í Olympiahalle í Munchen, verður gegn Makedóníu. Tímasetningar leikjana liggja ekki fyrir enn sem komið er.

HSÍ hefur fundið fyrir gríðarlegum áhuga fyrir mótinu og munum við veita ýtarlegri upplýsingar um leið og þær berast. Við þökkum kærlega fyrir þolinmæðina og tökum glöð á móti fyrirspurnum á hsi@hsi.is.

Við bendum einnig á heimasíðu mótsins
www.handball19.com.

Leikir Íslands á HM 2019:

Ísland – Króatía 11. janúar

Spánn – Ísland 13. janúar

Ísland – Barein 14. janúar

Japan – Ísland 16. janúar

Makedónía – Ísland 17. janúar