Fréttin hefur verið uppfærð.

Úrslit leiks Litháen og Íslands hafa verið breytt og endaði leikurinn 27-27. Litháar skoruðu mark sem hefði ekki átt standa vegna ruðningsdóms sem annar dómari leiksins dæmdi. Etir að Guðmdundur B. Ólafsson formaður HSÍ og Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri höfðu lagt fram athugasemd vegna þessa tóku dómarar leiksins ásamt eftirlitsmanni ákvörðun um að leiðrétta úrslit leiksins. Hefur EHF staðfest niðurstöðuna.



 

 

Ísland og Litháen mættust fyrri leik liðanna í einvíginu um laust sæti á HM 2019 í kvöld. Strákarnir okkar mættu einbeittir til leiks enda mikið undir. Liðið hóf leikinn af krafti, höfðu frumkvæðið nær allan fyrri hálfleikinn og leiddu með tveimur til þremur mörkum. Munurinn hefði getið verið stærri eftir 30 mínútur en þriggja marka munur varð niðurstaðan í leikhlé, 10-13 Ísland í vil.

Í seinni hálfleik stefndi allt í að strákarnir okkar myndu halda uppteknum hætti og hafa frumkvæðið, komust í fjögura marka forystu þegar best lét. En allt kom fyrir ekki og Litháar gengu á lagið, minnkuðu muninn í eitt mark og komust á endanum yfir. Það var allt í járnum og leikurinn í jafnvægi en heimamenn voru sterkari á endasprettinum og uppskáru eins marks sigur, 28-27.
(Hefur verið leiðrétt í jafntefli 27-27).

Það er því ljóst að það verður rafmögnuð stemning á miðvikudag í seinni leik liðanna kl. 20.00 í Laugardalshöll. Strákarnir þurfa á þínum stuðning að halda. 

Mætum snemma, í bláu, fyllum Höllina og styðjum strákana okkar alla leið á HM 2019! 

Tryggið ykkur miða. MIÐASALA HÉR!

 

Markaskorar:

Arnór Þór Gunnarsson 7/4, Aron Pálmarsson 5, Ómar Ingi Magnússon 5, Arnar Freyr Arnarsson 3, Ólafur Andrés Guðmundsson 3, Elvar Örn Jónsson 2, Vignir Svavarsson 1.

Björgvin Páll Gústavsson varði 17 bolta þarf af tvö vítaköst.