Strákarnir okkar eru í lokaundirbúningi fyrir EM í Króatíu sem fer fram 12. til 28. janúar næstkomandi.

Síðasti heimaleikur liðsins verður í Laugardalshöll miðvikudaginn 3. janúar gegn Degi Sigurðssyni og félögum í Japan. Dagur varð Evrópumeistari með þýska landsliðið á EM í Póllandi fyrir tæpum tveimur árum en tók svo við því japanska fyrir rétt tæpu ári síðan.

Eftir leikina gegn Japan fljúga strákarnir til Þýskalands og spila tvo vináttulandsleiki við heimamenn 5. og 7. janúar.

Þá verður haldið til Split í Króatíu en þar fara fram leikir Íslands í A riðli:

Svíþjóð – Ísland, föstudaginn 12. janúar kl. 17.15.

Ísland – Króatía, sunnudaginn 14. janúar kl. 19.30.

Serbía – Ísland, þriðjudaginn 16. janúar kl. 17.15.

Geir Sveinsson er að móta ungt og spennandi lið í bland við reynslubolta eins og fyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson og Aron Pálmarsson, sem nýlega gekk til liðs við stórlið Barcelona.


Framundan eru mikilvægir leikir í undirbúningi fyrir EM, síðasti heimaleikurinn okkar verður á móti Japan 3. janúar. Þann tíma sem við höfum saman munum við nýta til að skerpa á áhersluatriðum í sóknar- og varnarleik sem og að fara yfir ákveðin atriði sem gætu komið upp á EM. Það skemmir ekki fyrir að við stjórnvölinn hjá Japan er góður vinur minn, Dagur Sigurðsson, sem er nýtekinn við liðinu og það verður spennandi að sjá hvað þeir hafa fram að færa. En fyrst og fremst erum við að hugsa um okkur og að undirbúa okkur eins vel og hægt er fyrir EM í Króatíu“ sagði Geir Sveinsson þegar við slógum á þráðinn til hans.

Það verður því virkilega fróðlegt að sjá strákana okkar gegn japanska landsliðinu miðvikudaginn 3. janúar kl. 19.30.

Miðaverð er 2.500 kr. fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir börn 6-15 ára.

Forsala er hafin á
TIX.is

Áfram Ísland!