Strákarnir okkar tryggðu sér sæti á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku í janúar með frábærum sigri á Litháen 34-31.

Leikurinn var kaflaskiptur en íslenska liðið tók fyrst frumkvæðið fyrir alvöru eftir frábæran 4-0 kafla þegar 10 mínútur lifðu af hálfleiknum. Gestirnir vöknuðu við þetta og náðu að klóra í bakkann úr stöðunni 17-13 og minnkuðu muninn niður í tvö mörk þegar flautað var til leikhlés, 18-16 Ísland í vil.

Gestirnir voru heldur ekkert á því að gefa strákunum okkar auðveldan sigur og börðust eins og ljón allt til loka þegar strákarnir náðu að sigla sigrinum heim undir dyggum stuðningi áhorfenda í troðfullri Höll, 34-31. Íslenskur sigur staðreynd og strákarnir okkar á leið á HM 2019!

Markarskorarar og markvarsla kemur síðar.