Íslenska liðið byrjaði af krafti, náði snemma 5 til 6 marka forystu sem jókst jafnt og þétt út allan fyrri hálfleikinn. Japan átti fá svör við leik strákana okkar sem virtust afskaplega einbeittir og vel innstilltir á verkefnið. Hálfleikstölur 20-7. 

Seinni hálfleikur var betri af hálfu Japana en íslenska liðið hleypti þeim þó aldrei nálægt sér og sigldu heim öruggum sigri 42-25.


Markaskorarar Íslands í leiknum:

Guðjón Valur Sigurðsson 8, Ólafur Andrés Guðmundsson 7, Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Arnór Þór Gunnarsson 6, Arnar Freyr Arnarsson 4, Aron Pálmarsson 3, Bjarki Már Elísson 3, Kári Kristján Kristjánsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Arnór Atlason 1.

Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot og Ágúst Elí Björgvinsson varði 9 skot. 

Nú halda strákarnir okkar til Þýskalands og leika tvo leiki við heimamen, á föstudag og á sunnudag. Báðir leikirnir verða í beinni á RÚV. Nánari tímasetningar 
hér.

Japan hefur þó ekki lokið keppni hér heima og mætir afrekshópi HSÍ sem samanstendur af leikmönnum úr Olísdeildinni. Spennandi verkefni fyrir ungt og efnilegt lið þar sem sumir hverjir eru farnir að banka hressilega á dyr A-landsliðsins.

Leikurinn verður í Laugardalshöll annað kvöld, fimmtudag, og hefst kl. 19.30.

Miðaverð er stillt í hóf eða aðeins 1.000 kr. 

Frítt fyrir 15 ára og yngri.

Miðasala hér.