Í dag verður dregið í riðla í undankeppni EM karla en úrslitakeppni Evrópumótsins verður haldin í Svíþjóð, Noregi og Austurríki dagana 10. til 26. janúar 2020.

Í fyrsta skipti verða 24 þjóðir sem taka þátt í lokakeppninni sem þýðir að það verða 32 þjóðir í pottinum þegar dregið verður í Þrándheimi, en
dráttinn má sjá í beinni kl. 17.00 hér.

Að þessu sinni eru strákarnir okkar í 2. styrkleikaflokki.

1. styrk­leika­flokk­ur:

Dan­mörk, Frakk­land, H-Rúss­land, Króatía, Makedón­ía, Slóven­ía, Ung­verja­land, Þýska­land.

2. styrk­leika­flokk­ur:

Bosn­ía, Hol­land, ÍSLAND, Pól­land, Portúgal, Rúss­land, Serbía, Svartfjalla­land, Tékk­land.

3. styrk­leika­flokk­ur:

Lett­land, Lit­há­en, Sviss, Slóvakía, Úkraína, Ísra­el, Tyrk­land.

4. styrk­leika­flokk­ur:

Belg­ía, Eist­land, Finn­land, Fær­eyj­ar, Grikk­land, Ítal­ía, Kosóvó, Rúm­en­ía.

Umferðir:

Umferðir 1 og 2 verða leiknar 24. til 28. október

Umferðir 3 og 4 verða leiknar 10. til 14. Apríl.

Umferðir 5 og 6 verða leiknar 12. til 16. júní.

Tvö efstu sætin í riðlunum tryggja sér þátttökurétt í lokakeppninni ásamt fjórum liðum með besta árangurinn í þriðja sætinu. Að auki munu gestgjafarnir þrír fá sæti í lokakeppninni sem og Evrópmeistarar Spánverja.