Guðmundur Guðmundsson hefur ákveðið að gera tvær breytingar á leikmannahópi Íslands á HM í handbolta. Haukur Þrastarsson kemur inn í stað Arons Pálmarssonar og Óðinn Þór Ríkarðsson kemur inn fyrir Arnór Þór Gunnarsson. Aron og Arnór meiddust í leik Íslands og Þýskalands í gærkvöldi og verða því ekki með í kvöld þegar strákarnir okkar mæta liði Frakka. 

Haukur Þrastarsson hefur verið sautjándi maður landsliðsins í Þýskalandi og tekið þátt í undirbúningi Íslands og æfingum en Óðinn Þór mun koma til móts við landsliðið í dag.