Aron Pálmarsson mun verða hvíldur gegn Þjóðverjum í dag vegna smávægilegra meiðsla.

Að öðru leyti er hópurinn sá sami og mætti þýska liðinu á föstudag.

Leikurinn hefst í dag kl. 13.00 og er í beinni útsendingu á RÚV.

Liðið heldur svo til Króatíu miðvikudaginn 10. janúar.