Afrekshópurinn undir stjórn Einars Guðmundssonar unnu 5 marka sigur á Japan í miklum markaleik í Laugardalshöll í kvöld.

Japanska liðið var yfir lengi vel í fyrri hálfleik og náði mest þriggja marka forystu 9-6. En íslensku strákarnir náðu yfirhöndinni og höfðu 2 marka forystu þegar liðin gengu til búningsherbergja, 18-16.

Strákarnir okkar okkar héldu forystunni allan síðari hálfleikinn og á lokamínútunum fór munurinn upp í fimm mörk, lokastaðan 39-24.

Markaskorarar Íslands:

Arnar Birkir Hálfdánsson 8, Gísli Þorgeir Kristjánsson 6, Kristján Örn Kristjánsson 5, Hákon Daði Styrmisson 5, Sveinn Jóhannsson 4, Egill Magnússon 3, Aron Dagur Pálsson 2, Ágúst Birgisson 2, Daníel Þór Ingason 2, Teitur Örn Einarsson 1, Kristófer Dagur Sigurðsson 1.

Grétar Ari Guðjónsson varði 7 skot í leiknum og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 4 skot.

Það var gaman að fylgjast með strákunum úr Olísdeildinni fá landsleik í Laugardalshöllinni í kvöld, strákarnir stóðu sig vel og það verður gaman að fylgjast með þeim í nánustu framtíð.