Ísland mætir Króatíu á morgun í síðasta leik liðsins í riðlakeppni EM í Póllandi.

Leikir þessara liða hafa alltaf verið hörkuleikir og hafa þau mæst fjórum sinnum frá árinu 2010 og hefur Króatía haft betur í þrem af þeim leikjum og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. Það var árið 2004 sem Ísland vann Króatíu síðast og vannst sá leikur 31-30 þar sem Róbert Gunnarsson var markahæstur með sex mörk. Í leiknum árið 2004 spilaði Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður á RÚV í hægra horninu en hann mun væntanlega lýsa leiknum á morgun.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Við minnum á HSÍ á samfélagsmiðlum en þar má finn umfjöllun og myndir frá leikjum.  

 
HSÍ á Facebook

Strákarnir okkar á Facebook

HSÍ á Instagram

HSÍ á Twitter