Geir Sveinsson og Óskar Bjarni Óskarsson hafa kallað Janus Daða Smárason leikmann Hauka í æfingahóp A landsliðs karla.

Eins og áður hefur komið fram er um að ræða sama hóp og spilaði leikina gegn Noregi í byrjun vikunnar, en þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson bættust við þegar liðið kom heim til æfinga.