A landslið karla gerði í dag jafntefli við Túnis 22-22 eftir að hafa verið undir í hálfleik 11-13.

Túnis byrjaði leikinn betur og leiddi allan fyrri hálfleik. Íslenska liðið kom sterkt til leiks í síðari hálfleik og náði fljótlega forystu en náði aldrei að slíta Túnis frá sér og var leikurinn æsispennandi allt loka.

Næsti leikur liðsins er á þriðjudaginn gegn Angóla og hefst hann kl.19.45 í beinni útsendingu á RÚV.

Við viljum einnig minna á samfélagsmiðla HSÍ en þar mun birtast fullt af efni á fyrir og á meðan HM í Frakklandi stendur.

Hér að neðan má sjá miðlana:

Facebook: 
Strákarnir okkar

Twitter: 
@hsi_iceland

Instagram: 
hsi_iceland