A landslið karla gerði í dag jafntefli við Makedóníu 27-27 í lokaleik riðlakeppninnar á HM í Frakklandi.

Staðan í hálfleik var 15-13 Íslandi í vil.

Úrslitin þýða það að Ísland endar riðilinn í 4. sæti og kemst áfram í 16 liða úrslit.

Þar mætum við Frökkum í Lille og verður leikið á laugardaginn og hefst leikurinn kl.17.00.