Rétt í þessu lauk drætti fyrir HM 2021 en dregið var við pýramídana í Giza í Egyptalandi. Strákarnir okkar voru í 3. styrkleikaflokki í drættinum í dag, en dregið var í átta riðla með fjórum liðum í hverjum.

Riðill Íslands sem er riðill F á HM 2021 er eftirfarandi:
Styrkleikaflokkur 1: Portúgal
Styrkleikaflokkur 2: Alsír
Styrkleikaflokkur 3: Ísland
Styrkleikaflokkur 4: Marokkó